K.Franklín

9.30.2004

Myndvinnsla

Þá er maður búin að bregða sér í hlutverk leikstjóra í smá tíma, ég var að taka upp bút fyrir stuttmyndina mína sem á eftir að vera "meistaraverk" það eina sem vantaði var leikstjóra stóllinn...Ása á skilið edduna fyrir leik sinn í aðalhlutverki í gær og Soffía fyrir aukahlutverk...Það er alltaf að gaman að geta gert svona verkefni í skólanum verkleg kennsla í staðinn fyrir bækurnar lov it..en það sem er einmitt svo sniðugt við allt þetta er að fögin mín tengjast svo innbyrgðis að það var snilld að geta tekið myndaforritið í gær í uppl.t. og síðan í dag vorum við einmitt að skoða önnur myndvinnsluforrit í ljósmyndun í dag...þannig að það er bara gaman hjá kellunni í skólanum og ég ætla að halda áfram að taka upp á video - see yú later

9.29.2004

Fireworks

Núna erum við að læra um fireworks sem er skemmtilegt myndaforrit svipað og photoshop...Hægt er að gera alls konar fítusa sem afskræma myndir eða gera þær fallegri...hægt er að gera svarthvítt, gamaldagsmyndir, croppa út og breyta þeim í stærri eða minni myndir...Alltaf gaman að læra á ný forrit sem maður getur fiktað sig áfram í og leikið sér svolítið af..
Fireworks:

9.27.2004

Vinnuhelgi

Helgin byrjaði nú ekki vel þegar fr. Franklín svaf yfir sig á laugardagsmorguninn - en nota bene ég átti líka að vakna um morguninn og fara að dæma hjá 4 fl. kvenna kl:8 þannig að það er kannski ekki skrítið en ég rétt náði í tæka tíð á Hlíðarenda(aðeins 2 mín of seint, en ég vaknaði 5 í 8 og hef aldrei verið jafn fljót að keyra í Valsheimilið í grenjandi rigningu)...en eftir að hafa dæmt þá fór ég nú heim og horfði á skólabækurnar og ipod græjuna mína og fannst nú ipod meira spennandi :=)
Næst var haldið á æfingu, unnið, týnt rusl og eftir allt heila klabbið endað í frændaboði þar sem ég skemmti mér konungleg fram eftir kvöldi....Sunnudagurinn var sona svipaður, vinna, borða, keppa, family moment....
Jæja svona var helgin í grófum dráttum hjá mér og vonandi verður næsta skemmtilegri handboltalega séð og í skemmtanagildi....

9.23.2004

Vefleiðangur

Kynning
Nemendur skoði heimasíður og aðrar heimildir: vinni út frá þeim til þess að ljúka við að gera pp sýningu fyrir samnemendur um Olymoíuleikana. Taka saman sögu ólimpíuleikana og athuga hvernig íslendingar hafa staðið í þeim í gegnum tíðina. Fjalla um leikana í ár og segja frá því sem þeim þótti merkilegast.
Verkefni
Nemendur skili verkefni sem power point kynningu með myndum og tilheyrandi. Ferli veriður þannig að nemendur er skipt í hópa og skipta með sér verkefnum(kennarinn fylgist með því). Nemendur skrifa texta, finna myndir og æfa sig í framsögn.
Bjargir
http://www.isisport.is/isinew/um_isi/stodsvid/grikkland.htm
http://www.athens2004.com/
http://www.olympic.org/uk/index_uk.asp
http://www.perseus.tufts.edu/Olympics/pictures/faqtile2.png
Bók: Olimpics
The complete book of the Olympics
Ólimpíublaðið
Íslendingar á Ólimpíuleikunum
Fyrstar og fremstar
Ferli
Verkefnið er samvinnuverkefni nemenda og þeir hjálpast við að finna upplýsingar á heimsíðum í bókum, tímaritum ofl. Kennarinn útskýrir fyrir þeim hvernig eigi að vinna verkefnið og hvernig niðurstöðu hann vænti af nemendum
Mat
Matið er yfirleitt erfiðasti hlutinn, og þess vegna í þessu verkefni verður metið bæði eftir uppsetningu, vinnuframlagi, samvinnu, og vinnslu úr texta.
Niðurstaða
Hvað læra nemendur á verkefninu..Læra um sögu Olympíuleikana og af hverju þeir skipta máli, hvers vegna þeim finnst þeir skipta máli og ofl.

Vefrallý

Jæja þá er að setja inn spurningarnar sem maður er búin að vera að vinna í, í sambandi við vefrallýið...þar sem ég hef mikinn áhuga á handbolta og flestu því sem snertir íþróttir þá ætla ég að leyfa einhverjum að njóta þess að skoða Valur.is og leita á honum að þessum spuringum hér fyrir neðan.

Hvenær var Knattspyrnifélagið Valur stofnað?
Í hvaða deild var mfl.kk í fótbolta í sumar (2004)?
Hversu margar íþróttagreinar eru núna æfðar undir merkjum vals?
Hvaða stöðu spilar Íris Andrésdóttir með meistarflokk kvenna í fótbolta ?
Til hvaða lands fóru meistarflokks leikmenn kvenna í handbolta að keppa í evrópukeppninni ?
Til hvaða lands eru leikmenn mfl.kk í handbolta að fara að keppa í evrópukeppninni?
Hvaða stöðu spilar Bjarni Eiríksson með meistarflokk karla í fótbolta ?
Hvenær varð Valur seinast íslandsmeistari í handbolta mfl.kk?
Hver er nýr framkvæmdastjóri KKÍ?
Hvernig fór leikur Vals og Hamars á Hraðmóti Vals sunnudaginn 5 september í körfuknattleik?
Á móti hvaða liði lyfti mfl.kk í fótbolta bikarnum í síðasta leik Vals í sumar?
Nefndu 5 styrkaraðila Vals?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur Vals?
Hvaða stöður spilar Heimir Árnason í mfl.kk í handbolta?
Hvenær varð Valur seinast íslandsmeistari í fótbolta MFL.kk?

Þá er það komið...kv.kolla

9.22.2004

Wiki - "alfræðiorðabók"

Við skoðuðum heimasíðu wiki, þessi síða er eins konar alfræðiorðabók sem hver sem er getur sett inn alls konar fróðleik...á síðunni er hægt að skoða milljón greinar á ensku og komnar eru um þúsund greinar á íslensku, tjékkið á þessu og hafið gaman af :)


9.21.2004

Skóli....

Núna er maður að undirbúa sig undir vefrallýið og vefleiðangurinn...aðeins að surfa á netinu og tjékka á því hvað gæti verið áhugavert fyrir nemendur í verkfalli að skoða...það er mjög líklegt að margir margir nemendur detta inn í tölvurnar af og til yfir daginn meðan þessu blessaða verkfalli stendur......surfing in the USA

9.20.2004

Ljósmyndun

Um helgina læddist litli listamaðurinn út og tók myndir í Laugardalnum fyrir skólann...Kellingin er nebla í svo stórskemmtilegu valfagi þar sem ég á að taka digital myndir og búa til stuttmyndir og alls konar skemmtileg heit....
Fyrsta tilraun reyndist alveg þokkaleg sem "listamaður" aka ljósmyndari og ég held að ég taki þetta upp á sunnudögum: fara út í göngutúra og taka myndir í stað þess að hanga inni á sunnudögum og gera ekki neitt....myndirnar komu sjálfri mér á óvart og gerðu ágæta hluti í power point :)

9.17.2004

Vefleiðangur og vefrallý

Alltaf að kynnast einhverju nýju og í dag var það vefrallý og vefleiðangur....núna erum við að fara að vinna í þessum verkefnum og gera okkar eigin vefleiðangra..hausinn þarf að liggja í bleyti allavega yfir helgina og vonandi verða komnar einhverjar hugmyndir sem eitthvað vit er í...

Undirbúningur

Þá fer að líða að seinni leik Vals og Önnered í Evrópukeppni félagsliða...undirbúningurinn er búinn að ganga mjög vel og allir komnir með blóð á tennurnar...leikurinn fer fram á laugardag í húsinu sem rétt stenst evrópustandard :) hlíðarenda
Hlakka til að sjá ykkur

9.15.2004

Fréttaveitur, RSS

Í tímanum í dag vorum við að skoða á veraldarvefnum hvernig auðvelt er að búa til fréttaveitur..Þegar maður kann á fréttaveitur koma fréttir sem þig langar að lesa til þín, í stað þess að leita af þeim sjálf/ur....http://www.bloglines.com

9.13.2004

Myndatilraun

Alltaf gaman að gera tilraunir og þessi mynd varð fyrir valinu....næstu myndir verða væntanlega myndaseríur úr ferðinni um helgina....

systkynin


systkynin
Originally uploaded by Kolbrún.
Ítalíu ferð 2001

Evrópukeppni

Þá er maður komin heim úr ferðalagi, þessi helgi var undirlögð Evrópukepppni félagsliða í handbolta....Ferðinni var heitið til Gautaborgar og kepptum við (Valur) leik við Önnered HK...ég ætla ekki að rekja ferðasöguna hér því hægt að skoða hana seinna í vikunni á valur.is. En allavega þá töpuðum við með 4 mörkum og eigum heimaleik núna á laugardaginn á Hlíðarenda sem við verðum að vinna með 5 mörkum....

9.09.2004

Fyrsta bloggið

Jæja þá er maður byrjaður í skólanum og verkefni dagsins er að setja upp blogg og hér kemur það....