K.Franklín

9.27.2004

Vinnuhelgi

Helgin byrjaði nú ekki vel þegar fr. Franklín svaf yfir sig á laugardagsmorguninn - en nota bene ég átti líka að vakna um morguninn og fara að dæma hjá 4 fl. kvenna kl:8 þannig að það er kannski ekki skrítið en ég rétt náði í tæka tíð á Hlíðarenda(aðeins 2 mín of seint, en ég vaknaði 5 í 8 og hef aldrei verið jafn fljót að keyra í Valsheimilið í grenjandi rigningu)...en eftir að hafa dæmt þá fór ég nú heim og horfði á skólabækurnar og ipod græjuna mína og fannst nú ipod meira spennandi :=)
Næst var haldið á æfingu, unnið, týnt rusl og eftir allt heila klabbið endað í frændaboði þar sem ég skemmti mér konungleg fram eftir kvöldi....Sunnudagurinn var sona svipaður, vinna, borða, keppa, family moment....
Jæja svona var helgin í grófum dráttum hjá mér og vonandi verður næsta skemmtilegri handboltalega séð og í skemmtanagildi....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home