K.Franklín

10.29.2004

PP Producer

Í dag vorum við að setja saman inn í power point producer, glærur og windows movie maker upptöku og er þetta allt liður í örkennslustundinni sem við eigum að setja saman..Mín örkennsla er kennslustund um olsen olsen og hægt er að skoða hana á heimasíðunni minni á morgun...það er ekki alveg tilbúið en það kemur inn núna um helgina...
Þetta er mjög gott forrit til þess að læra á og tiltölulega einfalt..Það þarf þó að fara í gegnum fleiri skref heldur en í movie maker og í power point..
Helst er það að vera búin að gera glærur og upptöku og taka þær inn í producer og pússla þessu saman..Það er smá föndur en segir sig heldur sjálft, en allra mikilvægasta er að ekki má gleyma að syncrhensera í endann..

PP Producer

Í dag vorum við að setja saman inn í power point producer, glærur og windows movie maker upptöku og er þetta allt liður í örkennslustundinni sem við eigum að setja saman..Mín örkennsla er kennslustund um olsen olsen og hægt er að skoða hana á heimasíðunni minni á morgun...það er ekki alveg tilbúið en það kemur inn núna um helgina...
Þetta er mjög gott forrit til þess að læra á og tiltölulega einfalt..Það þarf þó að fara í gegnum fleiri skref heldur en í movie maker og í power point..
Helst er það að vera búin að gera glærur og upptöku og taka þær inn í producer og pússla þessu saman..Það er smá föndur en segir sig heldur sjálft, en allra mikilvægasta er að ekki má gleyma að syncrhensera í endann..

10.27.2004

power point örkennsla

Þá er komið að því að taka upp örkennsluna. Í dag lærðum við að taka inn video á tölvuna og hvernig við getum unnið með það. Þar sem ég er í tímum hjá Karli líka þá erum við einnig búin að fara yfir þetta og ég kann að mestu leyti að gera svo video. Það er mjög skemmtilegt að kunna á þetta forrit og mjög einfalt að gera þetta og fikra sig áfram. Eins og áður sagði þá gerðum örkennsluverkefnið í tímanum í dag og allir voru tilbúnir með sitt verkefni.

10.26.2004

Örkennsla

Þá er maður í óða önn að finna efni til þess að kenna í örkennlsunni. Það getur verið svo margt en samt er erfitt að finna verkefni sem á vera stutt, en samt sem áður þarf að læra eitthvað af því..
Einnig komumst við að því á auðveldari hátt hvernig er gott að setja inn media player til þess að hægt sé að stýra því sem maður setur inn á sem lag eða movie maker...ég komst að því hvernig er hægt að setja það inn auðveldlega en það er ekki búið að takast að sýna það þannig að eitthvað er ég að gera vitlaust í sambandi við file-inn sem ég set á playerinn....en ég held að ég geti komist að því á morgun í tíma og haldið áfram að gera verkefnið mitt..
kv
kolla

10.22.2004

föstudagur

fyrir næstu viku þurfum við að vera búin að klára þann texta-uppsetningu sem við ætlum að nota í örkennslunni, því það verður tekið upp í næstu viku.
Einnig erum við að læra hvernig hægt að er nota betur gagnvirkni í movie maker...Einnig er gott að vera komin með hugmynd af stuttmynd (handrit) eitthvað sem maður á að kenna..
hot potatoes,spurningaforritið...það þarf að læra betur á það því það getur verið gagnlegt í framtíðinni þegar maður gerir krossapróf og fleira...

10.20.2004

tími í dag..

við vorum að skoða heilmikið í dag og það sem mér var eftirminnilegast þegar við vorum að læra á að færa myndir á htm forminu því ég er ekki ennþá búin að ná því...ég reyndar hugsaði ekki um mikið annað nema það í dag og reyna að koma heimasíðunni minni í skikkanlegt ástand...þegar maður byrjar að fikta og er komin með ákveðnar hugmyndir er frekar erfitt að hætta við þannig að ég ströglast í gegnum þetta og nú er allt önnur mynd að koma á heimasíðuna mína sem betur fer...en eins og ég sagði áðan þá límdist í heilann á mér í dag class="drag"

10.18.2004

myndasería

Jæja þá er maður búinn að skella upp myndasíðu fyrir upplýsingatækni, með tónlist...myndaröðin er rúmlega 10 myndir og slefar í eina mínutu bara fínt að mínu mati...

Vinnutímar

Núna er mest megnis verið að læra betur á Movie maker, föndra skilasíðuna og reyna að láta hana líta betur út...
Annars bara allt gott að frétta af movie maker og maður er alltaf að finna eitthvað nýtt og sniðugt þar inni..

10.14.2004

movie maker II

alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt....þetta er algjör snilld..
Stuttmyndin mín í ljósmyndun og stafrænni er alveg að verða tilbúin, komin með hljóð og læti..óttla gaman
en annars bara allt gott að frétta úr skólanum og gengur vel að fikta sig áfram í nýjum forritum sem eru eins auðveld og þetta...
kv. kolla

10.11.2004

movie maker

Alltaf að læra eitthvað nýtt....windows media player er algjör snilld, er að gera stuttmyndina mína og í dag er ég að fara að setja hljóð inná myndina í dag....það er soldið erfitt að finna réttu tónlistina en það kemur bara með smá tíma og þolinmæði

10.08.2004

Upplýsingatækni

Tíminn í dag snerist meira og minna um það að vinna á skilasíðunni sem við erum með í sambandi við verkefnaskil....það var verið að reyna að fiffa bannera og alls konar show inn á hana og sumt gekk en annað ekki...næstu tímar verða sem sagt vinnutímar og þarf maður helst bara að fikta sig áfram í lookinu á síðunni...
Annars er allt í góðum gír og verkefnin farin að birtast á heimasíðunni

kv Kolla

10.06.2004

Örkennsla

Núna þurfum við fljótlega að skipa okkur í hópa og finna út hvað við viljum gera í örkennslu. Örkennsla er sem sagt kennsla í gegnum powerpoint producer hann er einmitt bara í office pakkanum og þar tökum við kennslu upp á video, skemmtilegt að hafa myndræna framsetningu á því...Þar geta nemendur geta skoðað verkefni eða annað sem getur vafist fyrir þeim... þá er þetta mjög góð leið til þess að útskýra, kennsla í gegnum tölvuna...Þessu verkefni á að skila í næsta/byrjun næsta mánaðar...Einnig lærum við á windows movie maker.
Windows mm er ótrúlega einfalt forrit og endilega skoðið það og fiktið ykkur áfram, þetta er mjög skemmtilegt og hægt að búa til margar margar gerðir af hreyfimynd, ljósmyndum, ofl....

Skilaverkefni

Jæja þá á maður að skila vefrallýinu í dag og vefleiðangrinum...verkefnið hefur gengið vel og þá er bara að sjá hvernig fólki líst á
http://nemendur.khi.is/kolbfran/skolastarf/vefleidangur2.htm
en annars er bara allt að gerast og maður er á fullu í stuttmyndagerð og ljósmyndun og ekki má gleyma hinu alræmda hljóðfræðiprófi sem er einmitt í dag....