K.Franklín

11.25.2004

síðustu verkefni

Núna eru síðustu verkefnin að rúlla inn á lokasprettinum...er að reyna að klára námsefni á vef og krækjusíðuna....Annars eru mikið af verkefna skilum í flestum námskeiðum, sem sagt nóg að gera í skólanum
Annars lítið að frétta af verkefnum núna því tímarnir eru aðallega vinnutímar

11.19.2004

Wiki og layers

Wiki er skjákennsla sem til er í kerfi sem hægt er að nálgast það hjá Camtasia Studio. Sá sem er að kenna talar inn á sýnir hvernig hægt er að vinna ákveðin verkefni. Þetta er mjög sniðugt fyrirlestra kerfi, eins og í fjarkennslu. Mjög gott er að koma sér inn í kerfið hjá fjarkennslunni.

Wiki: er vefsíða þar sem maður þarf að hafa password inn á og þegar það er komið þá getum maður breytt efni inn á heimasíðum. Til er íslensk útgáfa á wiki og hægt er að gera tilraunir í sandkassanum þar sem hver sem er getur skrifað inn. Það er hægt að skrifa inn þýðingar á því sem maður vill (það sem vantar inn), en það verður að passa sig að brjóta ekki höfundarétt.
Wikipedia er best heppnaðadæmið um WIKI..

Layers...það er mjög sniðugt að nota layers til þess að byggja upp heimasíðuna og setja inn í myndir og texta mjög þægilegt og nota ég þessa uppsetningu á heimasíðunni minni http://nemendur.khi.is/kolbfran/taeknisaga.htm

11.17.2004

Vinnutími

Í dag var vinnutími og ég komst að því að ég á eftir að gera 2-3 verkefni sem eiga alls ekki að taka langan tíma...ég þarf að fara að vinna að þeim til þess að allt verði tilbúið á skiladag, en hann er 1.des..
Tæknisaga, námsefni á vef eru meðal annars verkefni sem ég á að gera og ætla ég að klára þau þegar ég verð loksins búin með þetta blessaða Jónasar Hallgrímsson verkefni í talað mál og framsögn..
Jæja ekki meira í bili see jú later

11.12.2004

Viinnutími : seinni tíminn

Í tímanum vorum við einnig að læra að setja inn initial page...eða heimasíðu sem við erum búin að copera af annari síðue..Þetta er einskonar hyperlink sem við erum að setja inn á. Eins áður sagði er þetta eins og hyperlink en við erum í rauninni að setja síðuna inn...þetta virkar eins og við séum að skera út gat á okkar vefsíðu og setja aðra inn..
Síðan bara vinnutíminn og eyddi ég mínum tíma í myndvinnslu...

Heimapróf

Jæja þá er maður búin að skila heimaprófinu...fyrir kl:12 í dag.. það var nú bara sanngjarnt próf úr því efni sem við erum búin að vera að læra í allan vetur í upplýsingatækni...
Prófið gekk bara vonandi vel en ég er að taka heimapróf í fyrsta skipti þannig að ég er ekki alveg viss um hvort að maður sé að gera rétta hlutinn...

Dynamic web template

Við lærðum í dag hvernig við eigum að gera dwt... velja allan rammann sem má breyta (svæðið, kannski einhver tafla) format dynamic web template - eitt sem hægt er að velja, manage editable regions - nefna meginmál síðunnar - add - close - save. Búið er að gera dwt, eitt svæði sem má breyta eða skrifa inn á.
Síðan búum við til nýja síðu, tóma síðu. Síðan er farið í format og sett upp dwt. Attacht dwt á þessa síðu sem við erum búin að búa til, síðan þurfum við að finna það sem við vorum að búa til og opna það og setja inná nýju síðuna. Þá erum við búin að fá þetta inn í skjalið, síðan breytum við bara textanum í eitthvað sem við viljum skrifa...
Ég er nú aðallega að skrifa þetta fyrir okkur á námskeiðinu svo að við getum notað þetta þegar við viljum, því maður man nú ekki alveg allt sem gerist í tímanum....

11.10.2004

Photostory

Í þessum tíma ætluðum við að skoða forrit sem heitir photostory 3 sem er líkt og moviemaker þegar notaðar eru ljósmyndir eða einhvers konar myndir. Það hefði verið gaman að sjá það en þar sem media playerinn tóka ekki við þessu sem hún ætlaði að spila...en síðan var vinnutími sem ég eyddi í að gera hot potatoes..
Núna er búið að koma inn hot potatoes á heimasíðuna (seinni tíminn) sem er mjög sniðugt forrit þegar komið er í kennsluna, mjög gott form til þess að búa til krossapróf þó svo það sé alltaf sé erfitt að búa til góð krossapróf..

Gleymdi!!

Á síðasta föstudag þá var frí í skólanum og lítið hægt að blogga um það nema hvað maður var bara að læra fyrir hádegi og tekið frá eftir hádegi.
En það var nú samt tími á miðvikudaginn sem ég reyndar steingleymdi að blogga um og ég verð bara að bæta fyrir það í þessari viku og skrifa gott ítarlegt blogg um það sem við munum gera..