K.Franklín

1.09.2005

Startrek

Þá er maður komin í nýja landið og nýju í búðina..búin að koma sér fyrir og fylla fataskápinn og allar skóhillur,en annars lýst mér mjög vel á mig hérna og í dag ætlum við að reyna að finna skólann minn svo ég mæti á réttum tíma í skólann fyrsta daginn alla vega...Það er ekkert merkilegt búið að gerast hérna hjá okkur nema hvað að guðrún vaknaði eins og startrek kall í gær, við vitum ekki alveg ástæðuna en annað hvort eru þetta aukaverkanir af pensilíninu sem hún er að taka eða blautservéttur sem hún notaði til að hreinsa sig í framan en hún var vægast sagt frekar óhugnaleg en ég gat ekki hamið mig í smá stund og tók mér tíma til að hlægja smá :) svo erum við líka búin að eyða þónokkrum tíma í að reyna að spila dvd mynd í tölvunni en það gengur ekki við erum að verða brjálaðar því það eru ekki nema 43 stöðvar í sjónavarpinu, og okkur langar bara að horfa á þessa einu mynd....
Svo sá ég að stelpurnar töpuðu með einu í eyjum...djö...helv...en þær taka þær næst..vona bara að þær hafi ekki verið veðurteptar, ekki það skemmtilegasta..
En guðrún ætlar líka að blogga með mér á þessa síðu þannig að hægt er að fylgjast með okkur söstrene...
vi ses

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home